Linguine með sítrónu og Grana Padano

Birti þessa uppskrift með góðfúslegu leyfi Yndisauka. Eldaði þennan rétt um daginn og vá hvað hann var góður, var alveg búin að gleyma því hvað gott pasta er GOTT. Það er í lagi að nota Parmesan, yfirleitt erfitt að finna Grana Padana hér um slóðir.

images[8]Hér kemur ein af þessum ótrúlega einföldu og góðu uppskriftum sem aldrei klikka. Hún útheimtir litla fyrirhöfn og kitlar alltaf bragðlaukana. Það er mikið atriði að nota gott pasta í þessa uppskrift. Linguine er heiti á pastategund sem líkist tagliatelle (flatir strimlar) en er þó fíngerðara. Grana Padano ostur er svipaður og parmesan ostur en er ekki eins bragðsterkur og tilvalinn í matargerð. Osturinn fær ekki á sig parmesan stimpilinn þar sem hann er ekki framleiddur í Parma, en um leið er hann mun ódýrari.aaa

Munið að skola sítrónurnar vel áður en þið rífið börkinn af þeim eða nota lífræna sítrónu.

  • 500g linguine  De Cecco
  • 150g ruccola, saxað í þunnar ræmur (eða fersk basillauf)
  • 2 msk. sítrónubörkur, fínt saxaður (bara gula ytri börkinn, ekki hvíta innan á)
  • 2 stk. hvítlauksrif, fínt söxuð
  • 2 stk. rauðtt chilli, kjarnhreinsað og saxað í þunnar ræmur
  • 2 msk. sítrónuolía
  • 6-8 msk. gæða jómfrúarólífuolía
  • 100g Grana Padano ostur, fínt rifinn

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum þar til það er al dente og látið renna vel af því.

Hitið helminginn af ólífuolíunni á pönnu og  rétt gyllið sítrónubörk, chilli og hvítlauk í henni. Takið pönnuna af hitanum og hellið restinni af ólífuolíunni og sítrónuolíunni út á. Hellið olíunni yfir pastað og blandið ruccolanu og helmingnum af ostinum vel saman við. Smakkið til með salti og pipar og stráið restinni af ostinum yfir áður en pastað er borið fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband