Að leika sér...........

Í gærkvöld kom loksins að því að ég dreif mig í keilu, það er búið að standa til í u.þ.b. þrjú ár!!!! Ég er nefnilega svakalega skotin í keilu svona í huganum, hef ekki spilað oft. Síðast fór ég fyrir um tíu árum þá 18 ára. Ekki draga þá áliktuna að ég sé svona svakalega Amerísk stelpa það er ekki málið, leikir eru bara eitthvað svo heillandi. Svo er keila víst upprunnin í Egyptalandi.

Sem sagt þá var það keila, þythokkí, fótbolltaspil og fleira sem ég fékkst við í gærkvöldi með nokkrum útvöldum einstaklingum. Það var magnað!! 

Í miðjum klíðum rann það upp fyrir mér að ég hef nánast ekkert leikið mér í mörg ár, það sama var upp á teningnum hjá félögum mínum, hvað er málið! Eftir að ég varð "fullorðin" hafa flesti "leikir" með vinum og kunningjum snúist í kringum mat og drykk, sem er gott og blessað og nánast alltaf gaman. En í gær þarna í keiluhöllinni var ég algerlega á staðnum, ég gleymdi mér alveg í því að leika mér. Vinnan,  reksturinn, fjölskyldan, peningamál og allt hitt, gott og vont, var langt langt í burtu.

Ég næ nefnilega ekki að "tæma hugan" í ræktini (þegar ég fer) eða í göngutúrum, þvert á móti, þá hugsa ég fyrir allann peninginn (og kann við það) og stundum fæðast einhverjar smart hugmyndir. Kannski er þetta ofvirkniseinkenni að finna slökun í því að hamast í einhverjum leikjum, ef svo er þá það.

Einnig er eitthvað svo merkilegt að vera með fólki sem manni þykir vænt um og vera að gera eitthvað saman en á þess að vera að tala, pæla, plotta eða slúðra, bara að leika sér, hlæja og fagna eða urra, njóta leiksins eins og alvöru krakkar kunna svo vel.

Þannig að: þetta er nýjasta markmiðið mitt; KiddaPlu ætlar að vera dugleg að leika sér eins og alvöru krakki.      Kannski ég plati einhverja út í brennó í kvöld?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég kem í brennó líka ekki spurning! Bara hafa hitastigið yfir frostmarki - ooojjeeee

Þorgerður (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband