Holl og góð uppskrift

IMG_3003Er að rembast við að lifa heilsusamlegu lífi þessa dagana og borða rétt, vanalega borða ég hollan og góðan mat en er bara soldið kræf í sykrinum á kantinum, það er mín veikasta hlið. Batnandi mönnum er best að lifa! Setti þessa uppskrif inn á heimasíðu Yndisauka í dag og því ekki að láta hana hingað líka. Það sem meira er þá gerði ég u.þ.b. 100 stk. af þessu buffum í dag og leið alveg eins og kaþólskri mömmu (10 barna) í Írskri bíómynd.

Því ekki að vera svolítið heimilislegur og búa til sín eigin grænmetisbuff!  Buffin í þessari uppskrift eru algert lostæti og hægt að njóta þeirra með ýmiskonar meðlæti. Svo er líka svo gott að vita alveg upp á hár hvað er í matnum sem maður er að borða!

  • Buff:
  • 1 dós kjúklingabaunir eða 250 g soðnar kjúklingabaunir
  • 150 g soðnar kartöflur
  • 150g soðnar sætarkartöflur
  • 180g blaðlaukur
  • 2 stk hvítlauksrif
  • 2 tsk söxuð steinselja
  • 2 msk Indverskt Dukkah
  • 2 msk kartöflumjöl
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 tsk chilli mauk
  •  smá hafsalt og nýmalaður pipar

 

  • Rasp:
  • 1 dl Indverskt Dukkah
  • 1/3 dl Kartöflumjöl

Aðferð: Stappið kartöflurnar og kjúklingabaunirnar lauslega saman. Saxið blaðlaukinn frekar gróft, saxið steinseljuna og hvítlaukinn. Setjið svo allt saman í matvinnsluvél og bætið við kartöflumjölinu, Dukkah og sítrónusafanum og kryddið aðeins með salt og pipar. Látið vélina vinna á lágri styllingu þannig að úr verður frekar gróft deig. Mótið svo 10 buff úr deginu og velltið þeim upp úr raspinum. Látið buffin hvíla í um 30 mín í kæli áður en þau eru steikt. Steikið þau í um 3 mín á hvorri hlið. Berið fram með t.d. salati, hýðisgrjónum og jógúrtsósu. Verði ykkur að góðu.


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband