15.2.2007 | 13:03
Súkkulaði er fullt af andoxunarefnum.............
Hlustaði á viðtal við heiðurskonuna Dísu í World Class á Rás2 í gær. Þar var hún spurð um súkkulaðinudd sem boðiðer upp á hjá þeim, það ku vera allra meina bót, mýkja húðina, losa um eiturefni og ég veit ekki hvað. Ég er og hef alltaf verið sannfærð um ágæti gæða súkkulaðis, því birti ég uppskrift að súkkulaðiköku sem tilvalin er til innvortis meðferðar!
Súkkulaðikakan svakalega, einföld og pottþétt
Kakan: 200g Valhrona súkkulaði 66%, 200g smjör, 4 stk egg, 2 dl hrásykur, 1 dl. hveiti
Bráð: 150g Valhrona súkkulaði 66%, 70g smjör, 2 msk sýróp
Það er hægt að nota hvaða gæða súkkulaði sem er ef Valhrona er ekki til taks.
Aðferð: Egg og sykur þeytt vel saman þar til það er "létt og ljóst". Á meðan er smjörið og saxað súkkulaðið brætt saman í potti við vægan hita hægt og rólega. Hveitið er sigtað og hrært út í eggin. Súkkulaðiblöndunni er svo hrært varlega saman við eggjablönduna. Hellið deginu í vel smurt tertuform og bakið við 170°C í 25-30(max) mín.
Potið í kökuna með prjóni eftir 20-25 mín. Kakan á að vera blaut í miðjunni þegar hún er tekin úr ofninum. Látið hana kólna í forminu og takið hana svo varlega úr því.
Bráð: Súkkulaðið saxað og sett í pott með smjörinu og sýrópinu og brætt saman við vægan hita. Hellið ráðinni yfir kökuna. Berið fram með rjóma eða ís.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.