12.2.2007 | 16:28
Mánudagur til mæðu?
Ég veit ekki alveg hvað vakir fyrir mér að vera að þessu, þ.e.a.s. að blogga. KiddaPlu er nefinlega ein af þessum sem er aðeins búin að vera að dissa bloggara. "Ég skil ekki hvernig fólk finnur tíma í þetta" og "Eins og mér sé ekki sama hvað þetta lið er að gera" og svo "Ef ég væri með bloggara í vinnu hjá mér og hann væri að þessu á vinnutíma þá veit ég ekki hvað" þetta hef ég allt sagt og núna sit ég hérna á "vinnutíma" og er að BLOGGA, KIDDA BLOGGAR FYRIR SKRÍTNA FÓLKIÐ. Held samt að engin sjái þetta eða hvað? Ég meina, er þatta ekki einhverskonar kall á athygli hjá mér? Ja, hvað veit ég?
Kidda er pínu hjátrúarfull en í dag er ég djörf og hef ákveðið að þessi mánudagur sé ekki til mæðu. Reyndar blæs ég á þetta nánast alla mánudaga því að hver vill byrja vikuna á einhverju fjandans volæði, mánudagur er oft eins og hvítur strigi og maður hefur vikuna til að klára verkið og hvað gerist þá, ó já þá er komin nýr mánudagur og enn ein spennandi vika fram undan. En á föstudögum og laugardögum er ég mjög hjátrúarfull, laugardagar eru alltaf til lukku ALLTAF!!!! Já kannski er ég að byrja á þessu á réttum degi og ég verð æðislega duglegur bloggar (vonandi) og kannski ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.