Færsluflokkur: Bloggar

Food and Fun - gott hjá ykkur

Gladdist mikið þegar ég rakst á það í Mogganum í morgun að aðstandendur Food and Fun hafa ákveðið að miða verðið á matseðlum við lægra virðisaukaskattsþrepið sem tekur gildi 1. mars næstkomandi. Þá verður kvöldverðurinn á 5.900,- en ekki 6.300,-  Það breytir kannski ekki öllu fyrir fjárhag "matargúffara" eins og KidduPlu en þetta gefur gott fordæmi og safnast þegar saman kemur.

Hátíðin sjálf hefst í næstu viku og ég er orðin ansi spennt eins og vanalega. Þessi hátíð er algjört brill! Maður fær kannski ekki alltaf besta mat í heimi en oft ýmsa nýja vinkla á hráefni og eldunaraðferðir. ég er ekki að segja að maður geti fengið slæman mat, síður en svo, það er bara þannig að við eigum eina fremstu matreiðslumenn og konur í heimi í dag og ekki á allra færi að toppa þau. KiddaPlu borðaði á Silfri á föstudaginn og hún er enn að jafna sig, orðum það bara þannig. Gunni Kalli ofurkokkur var í eldhúsinu þetta kvöldið og gladdi það Kiddu mjög, hún lærði hjá honum um tíma á VOX (uppáhalds ressinn hennar Kiddu).  Önd með mandarínum og súkkulaði, svín og Foi gras, léttreyktur lax-reyktur á staðnum og meira súkkulaði og allskonar nammi namm.   Ég get ekki beðið, það er bara verst hvað ég er orðin helv... feit!


Á meðan Jón Ásgeir bar vitni

Á meðan Jón Ásgeir bar vitni með pappírana sína í Bónuspoka gerðist ýmislegt; ég vann, fór til tannlæknis (30 mín 16.665,-), vann meira og allan tíman hugsaði ég stolt um eina stjúpu mína, hana Helen Mirren sem hlaut Bafta verðlaunin fyrir að leika Elísabetu Drottningu af mikilli snilld á erfiðum tíma. Hver mun leika Jón Ásgeir, pabba hans, systur hans, Sigurð Tómas og alla hina þegar að því kemur að kvikmynda þatta merkilega tímabil íslandssögunnar? Ég bíð allaveganna spennt. 


Mánudagur til mæðu?

Ég veit ekki alveg hvað vakir fyrir mér að vera að þessu, þ.e.a.s. að blogga. KiddaPlu er nefinlega ein af þessum sem er aðeins búin að vera að dissa bloggara. "Ég skil ekki hvernig fólk finnur tíma í þetta" og "Eins og mér sé ekki sama hvað þetta lið er að gera"  og svo "Ef ég væri með bloggara í vinnu hjá mér og hann væri að þessu á vinnutíma þá veit ég ekki hvað" þetta hef ég allt sagt og núna sit ég hérna á "vinnutíma" og er að BLOGGA, KIDDA BLOGGAR FYRIR SKRÍTNA FÓLKIÐ. Held samt að engin sjái þetta eða hvað?  Ég meina, er þatta ekki einhverskonar kall á athygli hjá mér? Ja, hvað veit ég? 

Kidda er pínu hjátrúarfull en í dag er ég djörf og hef ákveðið að þessi mánudagur sé ekki til mæðu. Reyndar blæs ég á þetta nánast alla mánudaga því að hver vill byrja vikuna á einhverju fjandans volæði, mánudagur er oft eins og hvítur strigi og maður hefur vikuna til að klára verkið og hvað gerist þá, ó já þá er komin nýr mánudagur og enn ein spennandi vika fram undan. En á föstudögum og laugardögum er ég mjög hjátrúarfull, laugardagar eru alltaf til lukku ALLTAF!!!!  Já kannski er ég að byrja á þessu á réttum degi og ég verð æðislega duglegur bloggar (vonandi) og kannski ekki.


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband